

Hámarks öryggi
Þú eykur gagnaöryggi með því að nota Manor.
Bankadulkóðun

Manor notar SSL gagnasamskipti sem opnar örugg göng til notenda sem varin eru með 256 bita AES dulkóðun.
Það er sama dulkóðun og bankar nota í netsamskiptum.
SSL
256 bita dulkóðun

Stöðugt aðgengi
Manor er í beinu ljósleiðarasambandi við helstu netkerfi landsins. Nýtanlegur tími (e. uptime) Manor er eins mikill og best verður á kosið og er aðgengi yfir 99,94% ársins.
Bandaríska netfyrirtæki Pingdom annast aðgengismælingar og skýrslugerð.
99,94%
Mældur aðgangstími

Tveggja þátta innskráning
Manor býður notendum sem vilja aukið öryggi að tengjast með lykilorði og einnota öryggisnúmeri sem sent er með textaskilaboðum.
Það er sama innskráningarleið og netbankar nota.
6275
Öryggisnúmerið þitt

Stöðug afritun
Öll skjöl sem koma til okkar eru geymd í mörgum eintökum. Þau eru afrituð á milli netþjóna og á milli vélarsala svo hægt sé að verjast staðbundnum ógnum.
Við höfum einnig æft viðbrögð við gagnatapi svo að viðbrögðin séu skjót ef á reynir.
6275
Öryggisnúmerið þitt

Viltu vita meira um öryggi Manor?
Við höfum tekið saman nákvæma skýrslu um öryggismál Manor sem við afhendum viðskiptavinum okkar og tæknimönnum á þeirra vegum. Þar má sjá vandaða samantekt um öryggismál Manor sem standast sterkustu kröfur.
Við höfum góða reynslu af samstarfi við netöryggissérfræðinga hjá stórum lögfræðistofum og höfum því öll gögn tiltæk sem á þarf að halda.
Hafðu samband við okkur ef þú vilt vita meira.

